Sammála um aðgerðir

John McCain og Barack Obama styðja þær hugmyndir sem hafa …
John McCain og Barack Obama styðja þær hugmyndir sem hafa komið fram til bjargar bandarísku fjármálalífi. AP

Barack Obama, forsetaefni demókrata, og John McCain, forsetaefni repúblikana, hafa lýst yfir stuðningi við þær hugmyndir sem fram hafa komið hvernig koma megi bandarísku fjármálalífi til bjargar, eða hinni svokölluðu 700 milljarða dala áætlun.

Obama og McCain ræddu áætlunina eftir að leiðtogar Bandaríkjaþings sögðu að árangur hefði náðst í kjölfar viðræðnanna um björgunarpakkann, sem stóðu fram á nótt.

Bandaríkjastjórn vill fá 700 milljarða dala til að kaupa svokölluð undirmálslán frá bandarískum fjármálastofnunum sem eru í vanda stödd. Þannig megi rétta stöðu fyrirtækjanna.

Talið er að nánar verði skýrt frá því hvað sé að finna í björgunarpakkanum í dag.

Þá vill Bandaríkjastjórn að samkomulagið verði tilkynnt í dag, áður en að fjármálamarkaðirnir í Asíu opna í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvenær lagafrumvarpið verður kynnt þinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert