Tyrkir varpa sprengjum á uppreisnarmenn í N-Írak

Tyrkneskur skriðdreki sést hér á heræfingu sem var haldin í …
Tyrkneskur skriðdreki sést hér á heræfingu sem var haldin í síðustu viku við tyrkneska bæinn Silopi sem er skammt frá landamærum Íraks. Reuters

Tyrkneskar herflugvélar hafa varpað sprengjum á felustaði uppreisnarmanna í norðurhluta Íraks. Frá þessu greinir tyrkneski herinn. 

Herinn varpaði sprengjum á bækistöð PKK í fjalllendi í Zap-héraði Íraks. Ekki liggur fyrir með mannfall, en herinn segir að herþotur hafi gert árás á felustað PKK hóps þar sem háttsettir félagar voru staddir.

Þetta er í sjöunda sinn sem tyrkneski herinn fer yfir írösku landamærin til að ráðast á uppreisnarmenn PKK frá því þeir síðarnefndu réðust á tyrkneska eftirlitsstöð 3. október sl. Sautján tyrkneskir hermenn féllu í þeirri árás.

Þá hafa Tyrkir farið nokkrum sinnum yfir landamærin undanfarna mánuði til að elta uppi uppreisnarmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert