Páfi varar við sam- og tvíkynhneigð

Benedikt XVI páfi óskaði kardinálum og prelátum gleðilegra jóla í …
Benedikt XVI páfi óskaði kardinálum og prelátum gleðilegra jóla í morgun. AP

Benedikt XVI páfi sagði í árlegu ávarpi sínu til háttsettra starfsmanna páfagarðs í morgun að jafn mikilvægt sé að bjarga mannkyninu frá sam- og tvíkynhneigð og að bjarga regnskógunum frá eyðileggingu. Sagði hann hvort um sig mikilvægan þátt í því að verja sköpun Guðs. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Páfi varaði einnig við þeirri þróun að skilin á milli karla og kvenna verði ógreinilegri og sagði slíkt leiða til sjálfseyðileggingar mannkynsins.

Sagði hann verndarskyldur kaþólsku kirkjunnar ekki einungis ná til verndar jarðarinnar, vatns og lofts, heldur einnig til mannsins gagnvart hans eigin sjálfseyðingarhvöt. 

„Regnskógarnir þurfa á vernd að halda, það er rétt, en mannkynið þarf ekki síður á henni að halda,” sagði hann. „Það er ekki gamaldags frumspeki að tala um eðli mannsins sem karl og kvenlægt.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert