Réttur flugfarþega aukinn

Flugfarþegar á Schiphol flugvelli í Amsterdam
Flugfarþegar á Schiphol flugvelli í Amsterdam AP

Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að flugfélögum beri að endurgreiða farþegum flugfarmiða með staðgreiðslu sé ferðum þeirra aflýst, vegna tækilegra vandamála  Málið var höfðað á hendur ítalska flugfélagsins Alitalia vegna flugs sem aflýst var fimm mínútum fyrir áætlaða brottför.  Úrskurðurinn nær hins vegar til allra evrópskra flugfélaga. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende. 

Til þessa hefur flugfélögum ekki verið gert að endurgreiða farþegum miða vegna flugferða sem þau aflýsa á síðustu stundu vegna tæknilegra vandamála eða greiða þeim skaðabætur vegna þeirra.

Það var fjölskylda á leið frá Róm á Ítalíu til Brindisi í Libýu sem krafði Alitalia um endurgreiðslu og skaðabætur á þeirri forsendu að henni hafi verið meinað um aðgang að flugi sem hún hafi verið bókuð inn í. Í reglunum sem fjölskyldan vísar í er kveðið á um undanþágur vegna sérstakra aðstæðna og hafa flugfélög fram til þessa sagt bilanir í tæknibúnaði flugvéla falla undir slíkar undanþágur. 

Í úrskurðinum segir að í tilfelli fjölskyldunnar hefði flugfélagið átt að sjá það fyrir að ekki yrði hægt að nota umrædda flugvél þar sem vitað hafi verið um bilun í henni sólarhring áður en hún átti að fara umrædda ferð. Þá segir í úrskurðinum að bilanir, sem komi í ljós við reglubundna yfirferð tækjabúnaðar, geti ekki flokkast sem sérstakar aðstæður.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert