Grænlendingar borða minna af fiski og sel en áður

Grænlenskur veiðimaður skimar eftir bráð. Grænlendingar hafa dregið úr selkjötsneyslu.
Grænlenskur veiðimaður skimar eftir bráð. Grænlendingar hafa dregið úr selkjötsneyslu. mynd/Baldvin Kristjánsson

Matarvenjur Grænlendinga hafa tekið breytingum á síðustu árum, líkt og matarvenjur Íslendinga. Samkvæmt könnun, sem grænlenska lýðheilsustofnunin hefur gert, borða Grænlendingar minna selkjöt og fisk en áður og meira af ávöxtum og grænmeti. Þeir slá hins vegar ekki hendinni á móti góðri hvalsteik, ef hún býðst.

Stofnunin kannaði hvernig hefðbundnar og innfluttar matvörur voru notaðar árið 2007 og bar niðurstöðurnar saman við niðurstöður samskonar rannsóknar, sem gerð var árið 1993.  

Könnunin sýnir, að Grænlendingar borða nú mun meira af grænmeti og ávöxtum en áður en jafnframt borða þeir mun meira af sykri, einkum þó þeir yngri. Þannig er sykurneysla fólks á aldrinum 18-24 ára en þeir sem eru 60 ára og eldri. 

Þá kemur fram, að þeim hefur fækkað verulega, sem borða sel að minnsta kosti einu sinni í viku. Einnig hefur þeim fækkað sem borða fisk að minnsta kosti einu sinni í viku.  

Neysla á hvalkjöti hefur hins vegar ekki breyst, sennilega vegna þess að hvalveiðikvótar hafa lítið breyst. Þá sveiflast neysla á hreindýrakjöti eftir því hvernig veiðin gengur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert