Fyrsta tilfelli svínaflensu í köttum

Kettir geta smitast af svínaflensu, skv. upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum.
Kettir geta smitast af svínaflensu, skv. upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum. Reuters

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið og dýralækningaháskóli í Iowa hafa staðfest að 13 ára gamall köttur hafi smitast af svínaflensu (H1N1), en eigendur kattarins höfðu greinst með flensulík einkenni.

Talsmaður ráðuneytisins telur að þetta sé mögulega í fyrsta sinn sem svínaflensa greinist í ketti eða hundi. Hann segir að meðal einkenna kattarins hafi verið þreyta, öndunarörðugleikar og lítil matarlyst.

Þrátt fyrir að vitað sé til þess að flensan geti smitast á milli dýrategunda þá hefur það ekki sést hvað varðar þetta afbrigði að sögn talsmannsins. Þetta hafi t.d. verið staðfest í fuglum og mörðum. 

Hann segir að margir dýralæknar hafi sagt við fólk að það séu litlar líkur á því að flensan geti smitast á milli þeirra og kattanna, eða hundana. Ofangreindar niðurstöður breyti því. 

Fólk verði að hafa sama viðbúnað í huga varðandi dýrin og mannskepnuna til að koma í veg fyrir eða draga úr smiti. Fólk eigi að láta bólusetja sig, nota grímur, halda sig frá þeim og þvo sér vel um hendurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert