Bretar bora eftir olíu við Falklandseyjar

Borpallurinn Leifur Eiríksson á ferð á Hellusundi í desember sl. …
Borpallurinn Leifur Eiríksson á ferð á Hellusundi í desember sl. er ekki sá sami og kominn er til Falklandseyja. reuters

Bretar áformuðu að hefja olíuleit í lögsögu Falklandseyja í morgun þrátt fyrir hörð mótmæli Argentínumanna. Borpallur er kominn á leitarsvæðið sem er 100 km norður af eyjunum. Til stóð að borun hæfist í morgun klukkan sex að íslenskum tíma.

Argentínumenn halda því fram að hér sé um brot gegn fullveldi þeirra að ræða og hefur sett bann við skipaferðum í grennd eyjanna. Sérfræðingar telja, að ígildi 60 milljarða olíufata sé að finna í jarðlögum í landgrunni Falklandseyja.

Talsmaður Desire Petroleum, sem stendur fyrir boruninni, segir að líklega verði einungis hægt að vinna lítið magn þess forða.

Argentínumenn hóta að grípa til „viðeigandi ráðstafana“ til að stöðva borunina og hafa leitað eftir fulltingi annarra ríkja rómönsku Ameríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert