Lokun flugvalla evrópskt klúður

Eldingar í gosmekkinum frá Eyjafjallajökli.
Eldingar í gosmekkinum frá Eyjafjallajökli. mbl.is/Árni Sæberg

Yfirmaður Alþjóðasambands flugfélaga, IATA, segir að lokun nánast allra helstu flugvalla í Evrópu síðustu daga vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli sé „evrópskt klúður."

„Það tók fimm daga að skipuleggja símafund samgönguráðherra," sagði Giovanni Bisigani, framkvæmdastjóri IATA við breska útvarpið BBC. Samgönguráðherrar Evrópusambandsríkjanna ætla að halda myndsímafund í dag til að ræða um málið.

Bisigani sagði, að Evrópuríki notuðu enn kerfi sem byggt væri á líkönum og spám í stað þess að taka ákvörðun sem byggðist á staðreyndum og áhættumati. 

„Þessi ákvörðun (að loka lofthelgi) verður að byggjast á staðreyndum og áhættumati. Við verðum að taka upp raunhæft kerfi í stað allsherjarákvarðana af þessu tagi."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert