Jarðskjálftar við Papúa Nýju-Gíneu

Frá Papúa Nýju-Gíneu. Myndin er úr safni.
Frá Papúa Nýju-Gíneu. Myndin er úr safni. AFP

Flóðbylgjuviðvörun var gefin út á Kyrrahafi í dag eftir að jarðskjálfti varð í nánd við Papúa Nýju-Gíneu. Viðvörunin er í gildi í Papúa Nýju-Gíneu og á Salómonseyjum.

Í frétt AFP segir að skjálftinn hafi verið að stærðinni 7,5. Þó hafa litlar fregnir borist af tjóni vegna skjálftans. Í nótt varð síðan annar skjálfti við Bougain-ville-eyjuna, sem er hluti af Salómonseyjunum. Sá skjálfti var að stærðinni 6,9 og töldu yfirvöldu ekki ástæðu til að gefa út flóðbylgjuviðvörun vegna hans.

Fram kemur í fréttinni að jarðskjálftar séu afar algengir á þessu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert