Móðirin neitaði að greiða lausnargjaldið

Zachery Lodgson.
Zachery Lodgson. Ljósmynd/Lögreglan í Knox sýslu

Hálfþrítugur bandarískur karlmaður sat uppi með skömmina þegar hann reyndi að telja móður sinni trú um að fíkniefnasalar hefðu rænt honum og krefðust tvö hundruð Bandaríkjadala, jafnvirði 22 þúsund íslenskra króna, í lausnargjald. Móðirin trúði ekki syni sínum og sigaði lögreglunni á hann.

Lögreglan í Knox-sýslu í Tennessee tók málið í sínar hendur og vann með móður mannsins, Zachery Lodgson. Létu þau sem móðirin hygðist greiða lausnargjaldið. Var ákveðið að fjármunirnir yrðu skildir eftir á tilteknum stað. Þegar hins vegar Lodgson kom að sækja skjótfengin auð sinn gekk hann í flasið á lögreglumönnum sem handtóku hann.

Lodgson verður kærður fyrir að reyna hafa fé út úr móður sinni með ólögmætum hætti og fyrir að streitast á móti handtöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert