Þörf á 118 milljörðum í ebólu-baráttuna

Hátt í 2.500 hafa látist af völdum ebólu-faraldursins í Vestur-Afríku.
Hátt í 2.500 hafa látist af völdum ebólu-faraldursins í Vestur-Afríku. AFP

Sameinuðu þjóðirnar segja að þörf sé á um einum milljarði dala í baráttuna gegn ebólu í Vestur-Afríku. Það er 10 sinnum hærri upphæð en menn töldu þörf á fyrir um mánuði.

Alþjóðaheilbrigðisstofunin (WHO) segir að faraldurinn eigi sér enga hliðstæðu á síðari tímum, að því er segir á vef BBC.

Fram kemur, að 2.461 hafi látist af völdum sjúkdómsins í ár. Það er um helmingur þeirra sem hafa smitast, en þeir eru 4.985 talsins að sögn WHO.

Margir hafa gagnrýnt það hversu seint alþjóðasamfélagið brást við vegna faraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert