Ráðherra segir af sér

Ráðherrann á blaðamannafundinum í dag.
Ráðherrann á blaðamannafundinum í dag. AFP

Dómsmálaráðherra Spánar,Alberto Ruiz-Gallardon, sagði af sér í dag eftir að honum mistókst að koma í gegn frumvarpi sem myndi takmarka aðgang kvenna að fóstureyðingum. 

„Ég hef ákveðið að yfirgefa ekki aðeins ráðuneytið, heldur hætta í stjórnmálum,“ sagði hann á blaðamannafundi. Fyrr í dag tilkynnti forsætisráðherrann Mariano Rajoy að ríkisstjórnin hafi vikið frá hlutum frumvarpsins. 

Ruiz-Gallardon er 55 ára. Hann er fyrsti ráðherra ríkisstjórnar Rajoy til þess að segja af sér en hún var kosin 2011. 

Ríkisstjórnin hefur orðið fyrir gagnrýni vegna spillingar og niðurskurða en frumvarp Ruiz-Gallardon olli miklum klofningi innan hennar. 

Mikil mótmæli hafa verið á Spáni vegna frumvarpsins. Rajoy sagði í dag að hann myndi taka út umdeildustu hluta frumvarpsins en það átti upphaflega að banna konum að fara í fóstureyðingu eftir 14 viku meðgöngu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert