Assange verður áfram í sendiráðinu

Julian Assange
Julian Assange AFP

Stjórnvöld í Ekvador munu veita Julian Assange, stofnanda Wikileaks, pólitískt hæli „eins lengi og það þarf“. Áfrýjunardómstóll í Svíþjóð staðfesti í gær handtökuskipun á hendur honum en hann fór fram á að varðhalds­úrsk­urður á hend­ur hon­um yrði felld­ur niður. Assange er eft­ir­lýst­ur í Svíþjóð vegna meintra kyn­ferðis­brota.

Assange hefur haldið sig í sendiráði Ekvador í Lundúnum í tvö ár til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar. 

„Athvarf sem veitt var til Julian Assange er enn í gildi og ítrekar þær áætlanir að Assange verið áfram verndaður eins lengi og það þarf,“ sagði utanríkisráðherra Ekvador í yfirlýsingu. 

Sænskir saksóknarar vilja yfirheyra Assange vegna ásakana um að hann hafi nauðgað og kynferðislega áreitt tvær konur á þrítugsaldri þegar að hann var í Svíþjóð árið 2010. Hann neitar sök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert