Voru með mikinn viðbúnað á Kastrup

Kastrup-flugvöllur í Kaupmannahöfn.
Kastrup-flugvöllur í Kaupmannahöfn. Reuters

Neyðarteymi vegna ebólu var kallað út á Kastrup-flugvöll í Danmörku í dag þegar grunsemdir vöknuðu um að veik kona, sem var að fljúga frá Frakklandi til Danmerkur, væri smituð af veirunni. Viðbúnaður á vellinum var því mikill.

Þegar vélin var lent tók neyðarteymið á móti veiku konunni. Hún hafði verið fyrir um mánuði við störf í Vestur-Afríku þar sem ebólufaraldur geisar. Konan var með flensueinkenni, sem geta líkst einkennum ebólu. Læknirinn sem skoðaði konuna komst þó fljótlega að þeirri niðurstöðu að konan bæri ekki veiruna. Hún var þó afar veik og var henni ekið upp á spítala, að sögn læknisins. 

Vélin var kyrrsett á flugvellinum í um klukkustund og máttu farþegar ekki yfirgefa vélina fyrr en að loknum þeim tíma. 

Sjá frétt Berlingske.dk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert