Cook varar við hættulegri þróun

Tim Cook
Tim Cook AFP

Forstjóri Apple, Tim Cook, gagnrýnir setningu laga sem hann segir hættuleg í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í aðsendri grein í Washington Post í gær. Hann segir lögin sem um ræðir stuðla að misrétti og veikja jafnfrétti.

Cook skrifar í greininni um lög sem nýverið hafa verið samþykkt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna varðandi trúfrelsi. „Það er eitthvað mjög hættulegt að gerst í ríkjum víða um landið,“ skrifar Cook sem er sennilega einn af mest áberandi forstjórum Bandaríkjanna sem hefur opinberlega greint frá því að hann sé samkynhneigður.

Í síðustu viku voru samþykkt lög í Indiana sem heimila fyrirtækjum að neita að veita samkynhneigðum þjónustum á grundvelli trúarskoðana.  Lögin, sem taka gildi þann 1. júlí, nefna aldrei berum orðum homma og lesbíur, en aðgerðarsinna benda á að lögin heimili það að samkynhneigðum sé neitað um afgreiðslu vegna trúarskoðana. Átján önnur ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt sambærileg lög. Má þar nefna Kentucky, Tennessee og Texas en í öllum ríkjum er samkynhneigðum meinað að ganga í hjónaband. 

Cook segir lög af þessu meiði ekki þjóna neinum tilgangi og segir að það sé langt síðan að viðskiptalíf Bandaríkjanna hafi viðurkennt að mismunum í hveru formi sem er sé slæm fyrir viðskiptin. 

Hann segist mótmæla þessu fyrir hönd Apple og segir að ekki eigi að nota trú sem vopn við að mismunafólki. Eitthvað sem minni á þá tíma þegar það stóð fyrir ofan dyr verslana að þær væru aðeins fyrir hvíta sé eitthvað sem tilheyri sögunni og eigi að gera áfram.

Grein Cooks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert