Fótbrotnaði við að ræna verslun

Wikipedia

Japanskur karlmaður á sjötugsaldri gerði tilraun til þess að ræna verslun í borginni Chiba í Japan á sunnudaginn. Maðurinn otaði hnífi að afgreiðslumanninum en lenti síðan í átökum við hann. Þeim lauk með því að búðarræninginn var afvopnaður en féll við það og fótbrotnaði.

Ræninginn haltraði í kjölfarið út úr versluninni en komst ekki langt vegna mikils sársauka. Sneri hann því aftur í verslunina skömmu síðar og fékk að nota tíkallasíma hennar til þess að hringja á sjúkrabíl. Lögreglan hyggst handtaka manninn um leið og hann verður útskrifaður af sjúkrahúsi.

Fréttaveitan AFP greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert