HIV smitaður bauð fólki faðmlög

Bisi Alimi er hér í faðmlögum
Bisi Alimi er hér í faðmlögum Mynd/twitter

Bisi Alimi greindist með HIV árið 2004 en var of hræddur við að leita sér aðstoðar í Nígeríu vegna þess að þar var búið að brennimerkja alla smitaða sem samkynhneigða. Þremur árum síðar flúði hann heimaland sitt eftir að orðið fyrir morðtilræði vegna meintrar kynhneigðar sinnar.

Síðastliðinn föstudag stóð hann úti á götu í London með skilti þar sem stóð: „Ég er innflytjandi. Faðmið mig eða spyrjið mig spurningar.“ Þetta gerði hann til að mótmæla ummælum leiðtoga breska sjálfstæðisflokksins (e. Independence party) sem hafði áður sagt að fjölmargir HIV smitaðir innflytjendur kæmu til Bretlands til að fá ókeypis meðferð við sjúkdómnum.

Alimi segir það af og frá, fólk sækist ekki eftir því að koma til Bretlands út af því heldur sé það að flýja erfiðar aðstæður og í leit að betra lífi. „Þegar ég kom hingað árið 2007 var ég að forðast það að deyja. Ég elska heimalandið mitt en ég hugsaði með mér að ef ég vildi lifa áfram yrði ég að koma mér burt. Ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti sótt um hæli sem flóttamaður og að ég gæti fengið meðferð við sjúkdómnum,“ sagði Alimi í viðtali við Independent. 

Hann er ekki ánægður með ummæli Nigel Farage, leiðtoga breska sjálfstæðisflokksins. „Hann kallaði mig latan innflytjanda. Ég horfði í augu við ótta minn og stóð með skiltið mitt og leyfði fólki að faðma mig í fimm tíma. Fullt af fólki sem kom sagðist ætla að kjósa breska sjálfstæðisflokkinn en skiptu um skoðun eftir að hafa talað við mig.“

Alimi er virkur á twitter og tjáir skoðanir sínar þar:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert