Halda mótmælum áfram í Búrundi

Andstæðingar stjórnvalda í Afríkuríkinu Búrundi hópuðust saman á götum höfuðborgarinnar Bujumbura í gær og hunsuðu þannig tilraunir lögreglunnar til að binda enda á margra vikna mótmæli sem hafa kostað um tuttugu mannslíf.

Minnst tveir féllu á föstudag og átta manns særðust, að sögn Rauða krossins.

Á fimmtudag heyrðist mikil skothríð í úthverfum borgarinnar, stjórnarandstæðingar munu hafa svarað byssum lögreglu með grjótkasti úr götuvígjum. Mótmælin hófust þegar Pierre Nkurunziza forseti ákvað í apríl að bjóða sig fram í þriðja sinn en deilt er um það hvort hann hafi til þess lagalegan rétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert