Fleiri teknir af lífi en í fyrra

Deera torgið í borginni Riyadh hefur oft verið vettvangur fullnustu …
Deera torgið í borginni Riyadh hefur oft verið vettvangur fullnustu dauðarefsinga, þar sem fólk var hálshöggvið fyrir allra augum. Ljósmynd/Wikipedia

Alls hafa fleiri verið teknir af lífi í Sádi Arabíu á þessu ári en allt árið í fyrra. Í dag voru þrír karlmenn hálshöggnir í landinu, tveir þeirra fyrir eiturlyfjasmygl og sá þriðji fyrir morð. Nú er tala þeirra sem hafa verið teknir af lífi á árinu komin upp í 88 en 87 voru teknir af lífi í Sádi Arabíu á síðasta ári.

Aðgerðarsinnar hafa harðlega gagnrýnt réttarkerfi landsins og efast um að réttarhöld þar fari fram á sanngjarnan hátt. Innanríkisráðuneyti Sádi Arabíu sagði frá því í dag að mennirnir sem teknir voru af lífi í dag fyrir eiturlyfjasmygl hétu  Awad al-Rowaili og Lafi al-Shammary. Þeir voru sakfelldir fyrir að smygla amfetamíni og voru teknir af lífi í sýslunni Jawf. Þriðji maðurinn var tekinn af lífi í sýslunni Asir, en hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt mann með eggvopni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert