Heiðruðu Díönu í skírn Karlottu

Fjölskyldan við komu í kirkjuna í dag.
Fjölskyldan við komu í kirkjuna í dag. AFP

Karlotta prinsessa átti daginn, en innblásturinn var augljóslega Díana prinsessa heitin. Svona er skírnardegi litlu prinsessunnar lýst, en hún var skírð við fámenna athöfn í kirkju heil­agr­ar Maríu Magda­lenu í Sandring­ham í Nor­folk í dag.

Allt frá vali guðforeldra prinsessunnar til tónlistarinnar í athöfninni var augljóst að Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge vildu heiðra minningu föðurömmu Karlottu.

Skírn­in tengd­ist Díönu prins­essu á marg­vís­leg­an hátt, en auk teng­ing­ar guðfor­eldr­anna við hana var Dí­ana sjálf skírð í sömu kirkju á sín­um tíma. Þá ber Karlotta einnig milli­nafnið Dí­ana. Ljós­mynd­ar­inn Mario Test­ino sá um að festa at­höfn­ina á filmu, en hann var ná­inn Díönu og tók sum­ar þekkt­ustu mynd­anna af henni aðeins fá­ein­um mánuðum fyr­ir dauða henn­ar. Test­ino tók einnig trú­lof­un­ar­mynd­ir Vil­hjálms og Katrín­ar.

Sjá einnig: Konungleg skírn í Bretlandi í dag

Um 3.500 manns komu saman fyrir utan kirkjuna til að fylgjast með konungsfjölskyldunni koma og fara, en þetta var annað tækifæri almennings til að berja kornabarnið konunglega augum. At­höfn­in var lokuð al­menn­ingi en aðdá­end­ur kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar fengu stæði utan við kirkj­una og gátu barið hana aug­um á leið inn og út úr kirkj­unni.

Prins­ess­an var skírð af erki­bisk­upn­um af Kantaraborg, en eldri bróðir Karlottu, Georg prins, var einnig skírður af honum. Eft­ir at­höfn­ina var skírn­inni svo fagnað með teboði á veg­um drottn­ing­ar­inn­ar í Sandring­ham.

Prinsessan virtist sú rólegasta yfir þessu öllu saman.
Prinsessan virtist sú rólegasta yfir þessu öllu saman. AFP
Georg prins kíkir á litlu systur sína eftir athöfnina.
Georg prins kíkir á litlu systur sína eftir athöfnina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert