Einn af þremur upplifað kynferðislegt áreiti

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Einn af hverjum þremur Dönum á aldrinum 18-34 ára hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti í daglegu lífi. Einn af hverjum sex Dönum á fullorðinsaldri hefur upplifað slíkt hið sama. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem danska ríkisútvarpið hefur birt.

Í rannsókninni er fólk spurt hvort það hafi upplifað slíkt áreiti við daglega iðju, svo sem ferðalög til og frá vinnu, á vinnustað, í verslunum, hjá læknum ofl. Alls svöruðu 17% spurningunni játandi en hlutfallið er enn hærra, eða 29%, hjá yngsta aldurshópnum, 18-34 ára.

Það er mikill munur á milli kynjanna því aðeins einn af hverjum fjórtán körlum hafa upplifað slíkt áreiti en ein af hverjum fjórum konum. 

Irene Manteufel, sem stýrir verkefni sem snýr að kynferðislegu áreiti í daglegu lífi í Danmörku, segir að þau hafi safnað upplýsingum frá um 1900 konum sem lýstu óviðeigandi hegðun sem þær höfðu upplifað. 

Má þar nefna ummæli, gripið í þær, þær klipnar í rassinn ofl. Danskir sérfræðingar segja að þar sem umræðan fari ekki hátt þá telji margar kvennanna að þær beri sjálfar ábyrgð, til að mynda séu þær í of stuttum pilsum eða buxum og svo mætti lengi telja. Þessu þurfi að breyta því það sé ekki við konurnar að sakast heldur menn sem ganga of langt.

Rannsóknin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert