Fnykur yfir París

Það er óþefur yfir Parísarborg þar sem starfsmenn við sorphirðu borgarinnar eru í verkfalli. Talið er að um þrjú þúsund tonn af rusli hafi safnast upp þessa daga en í dag er fimmti dagur verkfalls.

París er kannski ekki þekkt fyrir að vera hreinasta borg heims og það er óhætt að segja að hún mun ekki keppa um þann titil þessa dagana þegar ruslið safnast upp á hverju götuhorni.

Um 45% af 4.900 starfsmönnum við sorphirðu borgarinnar eru í verkfalli vegna lágra launa. Talsmaður þeirra segir að kröfur þeirra séu yfirgengilegar en þeir fara fram á að að fá 70 evrur til viðbótar í laun á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert