Bera fyrir sig matvælaöryggi

Mbl.is/Brynjar Gauti

Rússnesk yfirvöld ætla að herða eftirlit með matvælainnflutningi frá Tyrklandi. Vísa þau til þess að þau brjóti oft gegn ákvæðum laga um öryggi matvæla. Er þetta enn ein birtingarmynd stirðra samskipta ríkjanna eftir að tyrkneski herinn skaut niður rússneska herflugvél á landamærum Sýrlands í vikunni.

Um 15% af landbúnaðarframleiðslu Tyrkja stenst ekki kröfur rússneskra yfirvalda, segir landbúnaðarráðherra Rússlands, Alexander Tkachev. Nefnir hann sem dæmi magn meindýraeiturs og nítrats. Því verði að herða eftirlit með innflutningi matvæla frá Tyrklandi, segir Tkachev.

Rússnesk yfirvöld munu skipuleggja reglubundið eftirlit á landamærum og í matvælaframleiðslu í Tyrklandi. Matvælaeftirlit Rússlands hafi fundið leifar af bönnuðum og hættulegum efnum í tyrkneskri matvöru í um 40 skipti það sem af er ári. 

Undanfarna tíu mánuði fluttu Tyrkir út matvæli til Rússlands fyrir rúmlega einn milljarð evra sem er 21,2% samdráttur á milli ára.

Tkachev segir að um 20% grænmetisinnflutnings til Rússlands kemur frá Tyrklandi, segir Tkachev en hann segir lítið mál að snúa sér að öðrum ríkjum, svo sem Íran, Ísrael, Marokkó o.fl.

Um fjórðungur innfluttra sítrusávaxta kemur frá Tyrklandi en hægt er að færa viðskiptin til Suður-Afríku, Kína, Argentínu og Georgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert