Thatcher áhrifamesta konan

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AFP

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er áhrifamesta konan undanfarin 200 ár að mati Breta. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar í Bretlandi. Pólsk-franski vísindamaðurinn Marie Curie var í öðru sæti og í því þriðja Elísabet II. Bretadrottning.

Díana Bretaprinsessa var í fjórða sæti, kvenréttindakonan Emmeline Pankhurst í fimmta sæti og móðir Teresa í því sjötta samkvæmt frétt Reuters. Þá kom breska hjúkrunarkonan Florence Nightingale, Viktoría Bretadrottning og bandaríska mannréttindakonan Rosa Parks. Bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey var síðan í tíunda sæti.

Thatcher var forsætisráðherra frá 1979 til 1990 og leiddi Íhaldsflokkinn til sigurs í þrennum þingkosningum í röð. Hún lést árið 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert