Herða refsiaðgerðir gegn N-Kóreu

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur hert refsiaðgerðir landsins gegn N-Kóreu.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur hert refsiaðgerðir landsins gegn N-Kóreu. AFP

Japönsk yfirvöld hafa ákveðið að herða refsiaðgerðir sínar gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugaskots þjóðarinnar á sunnudaginn.

Norður-kóreskum skipum verður núna bannað að sigla til japanskra hafna, auk þess sem Norður-Kóreubúum er bannað að koma til Japans.

Ákvörðun Japana  var tekin eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi eldflaugaskotið harðlega og samþykkti frekari refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu.

Norður-kóreskir hermenn fagna eldflaugaskotinu á sunnudaginn í höfuðborginni Pyongyang.
Norður-kóreskir hermenn fagna eldflaugaskotinu á sunnudaginn í höfuðborginni Pyongyang. AFP

„Við höfum ákveðið að grípa til hertra refsiaðgerða,“ sagði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans.

Aðgerðirnar bætast ofan á þær sem Japanir hafa áður beint gegn N-Kóreu vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna þeirra.

„Öllum norður-kóreskum skipum, þar á meðal þeim sem koma í tengslum við mannúðarmál, verður bannað að sigla til japanskra hafna,“ sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Japans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert