Vilja að lönd þeirra greiði gjaldið

Mennirnir eru frá Kanada, Noregi og Filippseyjum.
Mennirnir eru frá Kanada, Noregi og Filippseyjum. AFP

Þrír menn sem eru í haldi vígamanna á Filippseyjum biðja ríkisstjórnir í heimalöndum sínum um að verða við kröfum fangara þeirra. Mennirnir, sem eru frá Kanada, Noregi og Filippseyjum, eru í haldi íslamska hryðjuverkahópsins Abu Sayyaf sem í síðustu viku afhöfðuðu Kanann John Ridsel.

Þetta kemur fram í myndskeiði sem samtökin hafa sent frá sér. Þar segja gíslarnir að ef ekki verði orðið við kröfum samtakanna verði þeir afhöfðaðir líkt og vinir þeirra Ridsel en samtökin hafa gert kröfu um gríðarhátt lausnargjald. Maðurinn var myrtur eftir að frestur sem ríkisstjórn Kanada hafði til að greiða gjaldið rann út.

Ríkisstjórnir Filippseyja og Kanada hafa þegar sagt að þær verði ekki við beiðninni. Mönnunum var rænt í september á síðasta ári.

Frétt mbl.is: Fundu höfuð í plastpokanum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert