Sanders vill endurtalningu

Bernie Sanders.
Bernie Sanders. AFP

Bernie Sanders, frambjóðandi í forvali demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum, fór fram á það í dag að atkvæði yrðu endurtalin í Kentucky þar sem hann tapaði naumlega fyrir Hillary Clinton í síðustu viku. Vill hann að farið verði yfir allar kosningavélar sem notaðar voru sem og utankjörfundaratkvæði.

Fram kemur í frétt AFP að samkvæmt óopinberum tölum hafi Clinton sigrað Sanders með 212.550 atkvæðum gegn 210.626. Stjórnvöld í Kentucky hafa lýst því yfir að endurtalning atkvæða fari fram á fimmtudaginn. Endurtalning er þó ólíkleg til að breyta miklu um heildarmyndina jafnvel þótt hún yrði Sanders í vil. Forskot Clintons er það mikið þegar kemur að fjölda kjörmanna samkvæmt fréttinni.

Clinton hefur tryggt sé 2.301 kjörmann og vantar aðeins 82 til þess að ná nauðsynlegum fjölda til þess að tryggja sé rútnefningu demókrata. Enn er 930 kjörmönnum óráðstafað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert