Hafna írskri sameiningarkosningu

Pólitískir forystumenn á Írlandi og Norður-Írlandi höfnuðu því í dag að þjóðaratkvæðagreiðslur færu fram um sameiningu í kjölfar þeirrar ákvörðunar breskra kjósenda að segja skilið við Evrópusambandið. Fréttaveitan AFP fjallar um þetta.

Forsætisráðherra Írlands, Enda Kenny, sagði að takast þyrfti á við mörg mikilvægari mál til skemmri tíma litið. Boðaði hann írska þingið til neyðarfundar á mánudaginn. Forsætisráðherra heimastjórnar Norður-Írlands, Arlene Foster, tók í sama streng og vísaði hugmyndinni á bug.

Meirihluti kjósenda á Norður-Írlandi kaus í gær með því að vera áfram innan Evrópusambandsins en á landsvísu í Bretlandi var meirihluti fyrir því að yfirgefa sambandið. Stjórnmálaflokkurinn Sinn Féin kallaði í kjölfarið eftir því að þjóðaratkvæði færi fram á Norður-Írlandi um að segja skilið við Bretland og sameinast Írlandi.

Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, ræðir við blaðamenn í dag.
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, ræðir við blaðamenn í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert