Segja að valdarán hafi verið framið

Frá þingfundi stjórnarandstöðunnar í Venesúela sem haldinn var í dag.
Frá þingfundi stjórnarandstöðunnar í Venesúela sem haldinn var í dag. AFP

Stjórnarandstaðan í Venesúela hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta landsins, hafi framið valdarán með því að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um framtíð Maduro.

Á neyðarfundi samþykkti stjórnarandstaðan ályktun þar sem lýst var yfir „broti á stjórnarskrá og að valdarán hafi verið framið af stjórn Nicolas Maduro.“

Á fundinum var því einnig heitið að brugðist verði við þessu með alþjóðlegum þrýstingi og fjöldamótmælum.

Stjórnarandstaðan vill losna við hinn óvinsæla Madura frá völdum sem allra fyrst. Þess vegna stóð til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð hans.

Frétt mbl.is: Meinað að yfirgefa Venesúela

Frétt mbl.is: Þingmönnum vísað frá Venesúela

Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert