Mótmæltu komu flóttafólks

Íbúar Goro vildu ekki taka á móti nokkrum flóttamönnum.
Íbúar Goro vildu ekki taka á móti nokkrum flóttamönnum. AFP

Lítill hópur flóttakvenna neyddist til að yfirgefa bæ í norðurhluta Ítalíu eftir að heimamenn lokuðu götum bæjarins og kölluðu „við viljum þær ekki hérna“.

Bæjaryfirvöld í Gorino voru beðin um að taka á móti tólf konum. Ein þeirra var ólétt en alls voru átta börn í fylgd með konunum.

Þegar rúta með flóttakonunum ætlaði að fara með þær á hostel í bænum hópuðust um 200 innfæddir út til að koma í veg fyrir að rútan kæmist leiðar sinnar. Íbúar bæjarins eru ekki nema um 500 en talið er að einhverjir mótmælendur hafi komið að úr öðrum bæjum.

Flóttakonurnar fengu lögreglufylgd en ekki kom til neinna handalögmála. Bæjaryfirvöld hafa sagt að flóttafólkinu verði komið fyrir í nálægum bæjum.

„Goro, kannski hefðu samskipti vegna flutninganna getað verið betri, en sú Ítalía sem ég þekki hjálpar tólf konun og átta börnum,“ skrifaði Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, á Twitter vegna málsins.

Orð forsætisráðherrans koma í kjölfarið á því að eigandi hostelsins þar sem flóttafólkið átti að dvelja kvartaði yfir því að ferðamenn hefðu verið búnir að bóka herbergin sem ætluð voru flóttafólkinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert