Grunaður um nauðgun og morð

Frá Kólumbíu. Mynd tengist efni fréttar ekki.
Frá Kólumbíu. Mynd tengist efni fréttar ekki. AFP

Dómstóll í Kólumbíu ákvað að halda 38 ára gömlum manni áfram í varðhaldi í dag en maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað og myrt sjö ára gamla stúlku í máli sem hefur valdið miklum óhug í landinu.

Dómari fyrirskipaði að sá grunaði yrði í haldi á meðan rannsókn fer fram á pyntingunum sem urðu þess valdandi að hin sjö ára gamla Yuliana Samboni lést.

Samkvæmt heimildum AFP-fréttaveitunnar er hinn grunaði Rafael Uribe Noguera, arkitekt úr vellauðugri fjölskyldu. Fórnarlambið kom úr fátækri fjölskyldu en Noguera neitar ásökunum.

Saksóknarar saka hinn grunaða um að hafa hrifsað Samboni til sín í austurhluta Bogata, höfuðborg Kólumbíu, á sunnudag. Þaðan hafi hann farið með hana í íbúð sína þar sem hún fannst síðar látin.

Hinn grunaði var lagður inn á læknastofu daginn eftir morðið þar sem hann fékk læknismeðferð vegna áfengiseitrunar. Reiður múgur hópaðist fyrir utan læknastofuna þar sem réttlætis var krafist.

Lögregla fór með hinn grunaði út úr læknastofunni í dómsal, klæddan í skothelt vesti.

Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, tjáði sig um málið á samskiptamiðlinum Twitter. Þar sagðist hann vonast til þess að hinum seka yrði refsað.

Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, tjáir sig um málið á …
Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, tjáir sig um málið á Twitter. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert