35 farast í sjálfsvígssprengingu í Jemen

Verið er að flytja einn þeirra sem slösuðust á sjúkrahús. …
Verið er að flytja einn þeirra sem slösuðust á sjúkrahús. Tölur yfir fjölda látinna eru á reiki, en 35 manns hið minnsta fórust í tilræðinu. AFP

Sjálfsvígsmaður myrti 35 hermenn hið minnsta í herstöð í suðurhluta Jemen og særði tugi til viðbótar að því er fréttavefur BBC hefur eftir yfirvöldum í landinu.

Árásin átti sér stað þegar hermenn höfðu safnast saman til að sækja laun sín við herskála í borginni Aden, sem er á valdi stjórnarhersins.

BBC segir tölur um hve margir létust vera á reiki, en jemenskir fjölmiðlar hafi sagt allt að 50 manns hafa farist í tilræðinu og að allt að 70 séu slasaðir.

Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á tilræðinu, en hryðjuverkasveitir sem aðhyllast heilagt stríð hafa áður staðið fyrir árásum í héraðinu.

60 manns fórust til að mynda í borginni í ágúst í sjálfsvígsárás hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams.

Stríðið í Jemen hefur nú staðið í tæp tvö ár og fer stöðugt versnandi. Reglulega kemur til átaka á milli stjórnarhersins og upp­reisn­ar­manna Húta og hafa hryðjuverkasamtök á borð við Ríki íslams og al-Quade nýtt sér ástandið til að ná landsvæðum í suðurhluta Jemen á sitt vald. 

Ástand mannúðarmála í landinu er verulega slæmt. Rúmlega þrjár milljónir manna hafa hrakist frá heimilum sínum og meira en helmingur landsmanna býr ekki við fæðuöryggi.

Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 7.000 manns, flestir almennir borgarar, hafi farist frá því að stríðið í landinu hófst í mars 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert