Sjö hæða bygging hrundi til grunna

Rústir byggingarinnar.
Rústir byggingarinnar. AFP

Bygging, sem verið var að reisa í borginni Hyderabad í suðurhluta Indlands, hrundi á fimmtudagskvöldið með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið.

Byggingin var sjö hæðir og bjuggu verkamenn sem unnu við að reisa hana í kjallaranum ásamt fjölskyldum sínum.

Fram kemur í frétt AFP að konu og barni hennar hafi verið bjargað úr rústum byggingarinnar í gær. Voru þau flutt undir læknishendur á slysadeil sjúkrahúss í nágrenninu.

Enn er unnið að því að fjarlægja leifar hennar og leita að fólki en ekkert hefur spurst til þriggja einstaklinga sem talið er að hafi verið í byggingunni þegar hún hrundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert