Ungversk ástarsaga hlýtur Gullbjörninn

Ungverski leikstjórinn Ildiko Enyedi hlaut Gullbjörninn í ár fyrir mynd …
Ungverski leikstjórinn Ildiko Enyedi hlaut Gullbjörninn í ár fyrir mynd sína On Body and Soul. AFP

Þekktasti kvikmyndagerðarmaður Finnlands, Aki Kaurismäki, var valinn leikstjóri ársins á kvikmyndahátíðinni í Berlín í kvöld. Ungverska ástarsagan Testrol es lelekrol  í leikstjórn Ildikó Enyedi hlýtur Gullbjörninn í ár.

Kaurismäki var þakklátur þegar hann tók við verðlaununum í Berlín í kvöld en hann hefur lýst því yfir að myndin Toivon tuolla puolen verði hans síðasta. Hann vonar að hún fái fólk til þess að finna til samúðar og samkenndar í garð flóttafólks sem leitar hælis í Evrópu. 

Aki Kaurismaki.
Aki Kaurismaki. AFP

Georg Frederich var valinn leikari ársins fyrir hlutverk sitt í Helle Nächte og Kim min-hee leikkona ársins fyrir hlutverk sitt í Bamui haebyun-eoseo honja.

 Silfurbjörnin hlaut myndin Félicité í leikstjórn Alain Gomis.

Leikstjórinn Paul Verhoeven var formaður dómnefndar en auk hans voru þau Maggie Gyllenhaal, Julia Jentsch, Diego Luna, Wang Quan’an, Dora Bouchoucha Fourati og Ólafur Elíasson í dómnefndinni.

Kvikmynd Gianfranco Rosi, Fire at Sea, hlaut Gullbjörninn í fyrra en hún var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda.

Hér er hægt að skoða alla verðlaunahafana 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert