Bifreið ekið inn í mannfjölda

Skrúðganga í New Orleans.
Skrúðganga í New Orleans. AFP

Alls slösuðust 28 þegar bifreið var ekið inn í mannfjölda í skrúðgöngu í New Orleans í Bandaríkjunum. Fólkið var fylgjast með Krewe of Endymio-skrúðgöngunni í miðborginni í gærkvöldi þegar atvikið átti sér stað. 

Ein manneskja er í varðhaldi grunuð um að hafa ekið bifreiðinni drukkin. Að sögn lögreglunnar leikur ekki grunur á því að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Ökumaðurinn var á pallbíl og virtist hann ekki gera sér grein fyrir því hvað hann hafði gert, samkvæmt einum sjónarvotti.

„Hann virtist vera út úr heiminum,“ sagði Kourtney McKinnis við New Orleans Advocate, að því er BBC greindi frá.

21 manneskja var flutt á sjúkrahús, þar af eru fimm þungt haldnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka