Eldgos í Etnu

Etna.
Etna. AFP

Eldgos er hafið í eld­fjall­inu Etnu á Sikiley en þetta er í fyrsta sinn í átta mánuði sem það gýs. Etna er virkasta eldfjall Evrópuen veld­ur sjald­an nokkru tjóni, en bær­inn Cat­ania er við ræt­ur þess.

Eldgos í fjallinu geta staðið yfir í nokkrar vikur eða mánuði og glóandi hrauntaumar leka niður hlíðar fjallsins en gosið hófst í gær. 

Þrátt fyrir að eldgos og askan frá þeim geti valdið truflunum á samgöngum var flugvöllurinn í Catania opinn í dag. Yfirvöld segja bæi nærri Etnu ekki í neinni hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert