Forstjóri Uber þarf að „fullorðnast“

Travis Kalanick, forstjóri Uber.
Travis Kalanick, forstjóri Uber.

Forstjóri Uber, Travis Kalanick, hefur beðist afsökunar eftir að myndband af honum að skammast í einum bílstjóra þjónustunnar var birt opinberlega. 

Bílstjórinn Fawzi Kamel var að aka Kalanick og hóf að kvarta yfir því að tekjur hans hefðu dregist saman. Taldi hann uppbyggingu á fargjöldum hjá Uber skýringuna.  Kalanick tók þessu vægast óstinnt upp og hóf að blóta bílstjóranum í sand og ösku.

Forstjórinn hefur nú sent tölvupóst á starfsmenn sína þar sem hann segist skammast sín fyrir hegðun sína og sagði ljóst að hann yrði að „fullorðnast“.

Bloomberg er meðal þeirra miðla sem birt hafa myndskeiðið sem sjá má hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert