Herða árásir í Jemen

Árásir eru tíðar í Jemen þessa dagana. Nú hafa Bandaríkjamenn …
Árásir eru tíðar í Jemen þessa dagana. Nú hafa Bandaríkjamenn hafið hertari árásir á skotmörk er tengjast al-Qaeda og Ríki íslams. AFP

Fjórir menn sem taldir eru tilheyra hryðjuverkasamtökum al-Qaeda, létust í loftárás í suðurhluta Jemen í dag, að því er öryggissveitir í landinu segja. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að herða á loftárásum sínum í þessu stríðshrjáða landi.

Tvö flugskeyti höfðu farartæki í útjaðri bæjarins Mudiyah í Abyan-héraði. Fjórir voru í bílnum og létust þeir allir.

Frétt mbl.is: Hvað gengur á í Jemen?

Fyrir tveimur vikum gaf ríkisstjórn Donalds Trump leyniþjónustunni sinni, CIA, leyfi til að hefja árásir með drónum á skotmörk sem tengjast öfgahópum í Miðausturlöndum.

Frá því í byrjun mánaðarins hafa Bandaríkjamenn gert fjölda árása á skotmörk sem tengjast al-Qaeda á Arabíuskaganum, aðallega í Jemen.

Á fyrstu þremur dögum árásanna er talið að um 22 menn, sem taldir eru tengjast AQAP, klofningshópi al-Qaeda. 

Á meðan borgarastríð milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins hefur geisað undanfarin misseri hafa öfgasamtök á borð við Ríki íslams og al-Qaeda nýtt sér ástandið og eflt starfsemi sína og yfirráð í Jemen. Þau  hafa aðallega komið sér fyrir í suður- og austurhluta landsins. Hút­ar, vopnuð sam­tök stórs minni­hluta­hóps, sem berjast við stjórnarherinn og bandalagsríki, hefur svo með yfirráð á stórum svæðum í norðri.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja að AQAP sé hættulegasta grein al-Qaeda og vilja því með öllum ráðum verjast frekari uppgangi hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert