Mikil spenna á Kóreuskaganum

USS Michigan
USS Michigan AFP

Bandarískur kafbátur er kominn í landhelgi Suður-Kóreu en yfirvöld þar óttast mjög kjarnorkuvopnatilraun af hálfu Norður-Kóreu. Mikil spenna ríkir á Kóreu-skaganum og í samskiptum Bandaríkjanna og N-Kóreu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað öldungadeildarþingmenn á fund í Hvíta húsinu þar sem umræðuefnið er Norður-Kórea.

Kafbáturinn, USS Michigan, sem er búinn eldflaugum, mun bætast í hóp herskipa bandaríska flotans sem þegar er á staðnum.

Norður-Kórea fagnar því í dag að 85 ár eru liðin frá stofnun hersins. Ekki þykir ólíklegt að afmælinu verði fagnað með eldflaugaskoti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert