35 hermenn handteknir vegna árásar

Hermenn sem voru að biðja bænirnar í þessari mosku voru …
Hermenn sem voru að biðja bænirnar í þessari mosku voru skotnir til bana í árásinni. AFP

Yfirvöld í Afganistan hafa handtekið 35 hermenn sem störfuðu á herstöðinni í norðurhluta landsins þar sem talibanar gerðu mannskæða árás í síðustu viku.

Vangaveltur hafa verið uppi um að talibanarnir hafi fengið hjálp frá hermönnum á herstöðinni en alls voru 135 hermenn drepnir í árásinni.

Ættingjar hermanns sem féll í árásinni halda á kistu hans.
Ættingjar hermanns sem féll í árásinni halda á kistu hans. AFP

 „Til þessa hafa 35 manns verið handteknir og yfirheyrðir vegna árásarinnar,“ sagði Abdul Qahar Aram, talsmaður hersins, og bætti við að hermennirnir væru allt frá fótgönguliðum til yfirmanna.

Árásarmennirnir óku inn á herstöðina í herbílum, klæddir sem hermenn og voru í sjálfsmorðsprengjuvestum. Þar drápu þeir óvopnaða unga hermenn á meðan þeir voru í hádegismat og báðu bænir í mosku.

Árásin er talin vera sú mannskæðasta af völdum talibana á herstöð.

Fórnarlambanna minnst í borginni Kabúl.
Fórnarlambanna minnst í borginni Kabúl. AFP

Svokallaðar innanbúðarárásir þar sem afganskir hermenn og lögreglumenn ráðast á samstarfsmenn sína eða á alþjóðlega heri, hafa verið stórt vandamál síðan stríðið í Afganistan hófst árið 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert