Segjast „hundleið“ á Pútín

Lögreglumenn við handtökur í St. Pétursborg í dag.
Lögreglumenn við handtökur í St. Pétursborg í dag. AFP

Hundruð andstæðinga Vladimírs Pútín söfnuðust saman í dag til að mótmæla setu hans á forsetastóli og þeim möguleika að hann sitji sem fastast áfram. Pútín er talinn líklegur til að bjóða sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Lögreglan handtók tugi mótmælenda í dag í St. Pétursborg.

Mótmælt var í nokkrum borgum. Hreyfingin Opið Rússland efndi til mótmælanna en stofnandi hennar er stjórnarandstæðingurinn Mikhail Khodorkovskí.

Mótmælendur héldu sumir hverjir á skiltum sem á stóð: Við erum hundleið á honum – og áttu þar við Pútín forseta. 

Óeirðarlögreglan handtók á milli 30 og 50 manns í St. Pétursborg. Hún segir hópinn sem þar safnaðist saman, um 200 manns, ekki hafa fengið leyfi til mótmælanna. 

Mótmælt var í nokkrum borgum í Rússlandi í dag.
Mótmælt var í nokkrum borgum í Rússlandi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert