Lífstílsbloggari lést í vinnuslysi

Rebecca Burger.
Rebecca Burger. Instagram-síða

Þekktur franskur lífstílsbloggari og Instagram-stjarna lést í ótrúlegu vinnuslysi nýverið er rjómasprauta sem hún var að nota sprakk. 

Að sögn fjölskyldu Rebeccu Burger lést hún á heimili sínu 18. júní þegar rjómasprauta sem hún var að nota sprakk og hafnaði í brjóstkassa hennar. Fjölskyldan greinir frá andláti Burger á Instagram-síðu hennar og birtir mynd af rjómasprautunni. Varar fjölskyldan við notkun slíkra heimilistækja. Segir í færslunni að sambærileg rjómasprauta hafi kostað Rebeccu lífið. 

„Ekki nota slíkt áhald heima hjá ykkur! Tugir þúsunda slíkra gallaðra tækja eru enn í umferð.“

Burger skrifaði margar færslur um hreysti og mataræði en hún stundaði hreysti (fitness) af miklum móð.

Franska lögreglan hefur staðfest andlátið við AFP-fréttastofuna en greint var frá þessu á vef Le Parisien í gær. Tvö svipuð slys urðu í Frakklandi árið 2014 en í hvorugu tilvikinu var um banaslys að ræða.

Franska neytendastofan (INC) hefur þegar gefið út viðvörun um þessa gerð af rjómasprautum og segja að plastlok hennar þoli ekki þrýstinginn frá gashylkinu. 

📲🍴BLOGGED: Nice addresses in Berlin • • @nobelhartundschmutzig

A post shared by Rebecca Burger (@rebeccablikes) on Jun 9, 2017 at 2:48am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert