Skógareldar loga á Suður-Spáni

Ferðamaður yfirgefur hótel í nágrenni Donana-þjóðgarðsins.
Ferðamaður yfirgefur hótel í nágrenni Donana-þjóðgarðsins. AFP

Meira en 1.500 manns var gert að yfirgefa svæði í nágrenni mikilla skógarelda sem nú geisa á Suður-Spáni. Svæðið er þekkt fyrir fjölbreytt lífríki.

Eldarnir kviknuðu í nótt og í morgun höfðu þeir seilst inn í Donana-þjóðgarðinn í Moguer í Andalúsíu.

Verndarsvæðið er á heimsminjaskrá UNESCO og nýtur sérstakrar friðunar vegna líffræðilegs fjölbreytileika. Margir þeirra sem beðnir voru um að yfirgefa svæðið í varúðarskyni voru ferðamenn á tjaldsvæðum.

Á verndarsvæðinu má m.a. finna plöntur og dýr sem eru í útrýmingarhættu. 

Tíu þyrlur eru notaðar í baráttunni við eldinn, sjö flugvélar, þar af fjórar sérútbúnar til slökkvistarfs. Vélarnar voru einnig notaðar til að ráða niðurlögum skógarelda í Portúgal en yfir sextíu fórust í þeim hamförum.

Eldsupptök eru ekki ljós. 

Reykur frá eldunum barst víða til mannabyggða.
Reykur frá eldunum barst víða til mannabyggða. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert