Liðsauki sendur er eldur breiðist nær helsta friðlandi Spánverja

Um 200 slökkviliðsmenn, með aðstoð 15 bifreiða og sjö flugvéla, …
Um 200 slökkviliðsmenn, með aðstoð 15 bifreiða og sjö flugvéla, börðust við bálið í morgun. Ekki er víst hversu stórt landsvæði er í ljósum logum. AFP

Liðsaukar voru sendir fyrr í morgun til að aðstoða slökkviliðsmenn við að berjast við skógarelda á Suður-Spáni. Eldarnir ógna nú Donana, frægum þjóðgarði Spánverja. Þetta segir talsmaður slökkviliðsins við frönsku fréttastofuna AFP. „Við höfum ekki náð að hemja eldana, þeir eru að breiðast út,“ bætti hann við.

Um 200 slökkviliðsmenn, með aðstoð 15 ökutækja og sjö flugvéla, börðust við bálið í morgun. Svæðið í kring hefur verið rýmt, ýmsum vegum hefur verið lokað og 2.000 manns hafa verið fluttir á brott vegna eldanna.

Eldarnir nálgast nú Donana, einn helsta þjóðgarð Spánverja. „Við höfum …
Eldarnir nálgast nú Donana, einn helsta þjóðgarð Spánverja. „Við höfum ekki náð að hemja eldana, þeir eru að breiðast út,“ segir talsmaður slökkviliðsins. AFP


Mikið hvassviðri og brennandi hiti hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að hemja logana. Engin slys hafa þó verið tilkynnt síðan bálið hófst á laugardag nálægt bænum Moguer, viku eftir að skógareldar drápu 60 manns í Portúgal, nágrannalandi Spánar. Þessu greinir mbl frá í gær.

Það er ekki víst hversu mikið landsvæði hefur brunnið hingað til en logarnir hafa ekki enn náð til friðlandsins. „Eldarnir hafa ekki náð til þjóðgarðsins,“ sagði Jose Fiscal Lopez, talsmaður umhverfismála hjá héraðsstjórn Andalúsíu, við spænska ríkissjónvarpið. „Sérstök áhersla var lögð í nótt á að vernda svæði skógarins sem voru mest í hættu,“ sagði hann.

2000 manns hafa verið fluttir á brott vegna eldanna en …
2000 manns hafa verið fluttir á brott vegna eldanna en bálið hefst vikur eftir að skógareldar drápu 60 manns í Portúgal, nágrannalandi Spánar. AFP


Ekki er víst hvað olli eldunum en Fiscal Lopez sagði yfirvöld viss um að orsökin hafi verið að einhverju leyti af mannavöldum. „Það á eftir að koma í ljóst hvort um ásetning hafi verið að ræða eða vanrækslu,“ sagði hann.

Þjóðgarðurinn hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 1994 og er vel þekktur fyrir gríðarlega líffræðilega fjölbreytni í votlendi sínu, söndum og skógum. Hann er eitt mikilvægasta friðland Spánar hvað varðar dýralíf og dregur margan ferðamanninn til sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert