Ræða göng milli Helsingør og Helsingborg

Höfnin í Helsingør.
Höfnin í Helsingør. Wikipedia/Adrião

Stjórnvöld í Danmörku og Svíþjóð ræða nú möguleikann á að byggja göng milli Helsingør Í Danmörku og Helsingborg í Svíþjóð. Ferja siglir á milli borganna í dag en göng myndu þýða að ferðalög milli borganna tækju mun styttri tíma.

Eyrarsundsbrúin, sem tengir Malmö og Kaupmannahöfn saman, var opnuð árið 2000. Ef af göngunum yrði þá tekur þrjú ár að fullgera þau samkvæmt frétt Politiken. Í fréttatilkynningu er haft eftir Ole Birk Olesen samgönguráðherra að miklir möguleikar séu á að göngin verði að veruleika. Þau yrðu fjármögnuð á svipaðan hátt og Eyrarsundsbrúin og Stórabeltisbrúin, það er með vegatollum. Fulltrúar ráðuneytisins fari nú yfir stöðuna með starfssystkinum sínum í Svíþjóð.

Hann segir að Svíar hafi óskað eftir því að á sama tíma verði skoðað að leggja járnbrautarlínu milli borganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert