Bólusetningar með plástri í stað sprautu

Sérfræðingar segja plásturinn geta auðveldað fólki bólusetningar, sérstaklega þeirra sem …
Sérfræðingar segja plásturinn geta auðveldað fólki bólusetningar, sérstaklega þeirra sem hræðast nálar. Plásturinn stingur aðeins í gegnum efstu lög húðarinnar á meðan venjulegar flensusprautur fara í gegnum húðina og inn í vöðvann. Hann er sársaukalaus. Ljósmynd/AFP

Sársaukalaus plástur, sem gæti komið í stað sprautna í vörnum gegn flensu, stóðst mikilvæg öryggispróf í fyrsta sinn sem hann var prófaður á fólki. Plásturinn hefur hundrað pínulitlar nálar sem líkjast hári á límhlið sinni, sem stingast inn í húð viðkomandi. Það er svo auðvelt að setja hann á að fólk getur gert það sjálft. Sérfræðingar segja plásturinn geta auðveldað fólki bólusetningar, sérstaklega þeirra sem hræðast þær. Framkvæmd bólusetninga geti gjörbreyst á næstu árum.

Nálar á bak og burt

Plásturinn stingur aðeins í gegnum efstu lög húðarinnar á meðan venjulegar flensusprautur fara í gegnum húðina og inn í vöðvann. Mark Prausnitx aðalrannsakandi verkefnisins, sem á einnig hlutdeild í því fyrirtæki sem vill fá leyfi fyrir tækninni, segir plásturinn sársaukalausan. „Með hjálp smásjár má sjá afar smáar nálar. Þær stingast inn í húðina án sársauka.“

Hægt að bjarga yfir milljón börnum með bóluefni en samt …
Hægt að bjarga yfir milljón börnum með bóluefni en samt skortir mikið á að nóg sé gert af því að bólusetja börn og barnshafandi konur í þriðja heims löndum. Plástrarnir geta nýst afar vel í þriðja heims löndum, þar sem ekki þarf að geyma þá í kælingu, ólíkt hinni stöðluðu sprautu. Ljósmynd/STR


Plástrarnir bjóða uppá sömu vörn og sprautur en án sársauka, samkvæmt þróunaraðilum þeirra frá Emory háskóla og Georgia Institute of Technology en Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna fjármagnar verkefnið samkvæmt umfjöllun netmiðils BBC.

Teymið prófaði plásturinn ásamt sprautu á 100 sjálfboðaliðum, þar sem sumir fengu sprautur á meðan aðrir settu plásturinn á úlnliðinn í tuttugu mínútur. Sjálfboðaliðar sem prufuðu plásturinn sögðu að þeim þætti hann betri en sprauta og flestir sögðu hann sársaukalausan.  Sumir upplifðu þó mildar aukaverkanir, eins og roða og viðkvæmni í húðinni undir plástrinum og kláða. Einkennin urðu betri á nokkrum dögum.

Með tilkomu þessara plástra gjörbreytist kannski framkvæmd bólusetninga. Þannig verða …
Með tilkomu þessara plástra gjörbreytist kannski framkvæmd bólusetninga. Þannig verða bólusetningar ekki lengur sárar. Þær munu þess vegna gagnast til dæmis börnum, sem hræðast nálarnar. Ljósmynd/Harvey Georges

Gjörbreyta framkvæmd bólusetninga

Ólíkt hinni stöðluðu flensusprautu þarf ekki að geyma plástrana inn í ísskáp og því geta apótek auðveldlega átt þá á lager og selt þá. Þeir gætu þannig nýst afar vel í þriðja heims löndum, þar sem ekki þarf að geyma þá í kælingu. Einnig geta þeir nýst í bólusetningum ungra barna, sem eiga það til að líka ekki við nálar. Eftir notkun má henda plástrinum í ruslið, þar sem nálarnar leysast upp.

Sérfræðingar segja uppfinninguna geta gjörbreytt hvernig bólusetningar séu gefnar, þó að mörg próf séu eftir til að koma plástrinum í víðtæka notkun. „Við getum búist við bólusetningum heima fyrir, á vinnustöðum og jafnvel dreifingu þeirra í pósti,“ segir Dr. Nadine Rouphael, frá Emory-háskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert