Olmert fær reynslulausn

Ehud Olmert.
Ehud Olmert. AFP

Fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, verður veitt reynslulausn en hann afplánar 27 mánaða fangelsisdóm fyrir spillingu.

Nefnd yfirvalda sem fer með náðunar- og reynslulausn fanga samþykkti beiðni Olmert og lögmanna hans þar að lútandi.

Lögmaður Olmert, Shani Illouz, sagði í útvarpsviðtali í morgun að Olmert yrði látinn laus á sunnudag. Hún segir að ekki sé hægt að útiloka að dómsmálaráðuneytið muni áfrýja niðurstöðu nefndarinnar.

Olmert var forsætisráðherra frá 2006 til 2009 en hann var dæmdur sekur um fjármálamisferli og hóf afplánun í febrúar 2016. Ef hann verður látinn laus á sunnudag hefur hann afplánað tvo þriðju hluta refsingarinnar. Olmert, sem er 71 árs, er fyrsti forsætisráðherra landsins sem er dæmdur í fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert