600 þúsund vilja Uber áfram í London

Yfir 600 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess eðlis að samgönguyfirvöld í London snúi við ákvörðun sinni um að hafna beiðni leigubílaþjónustunnar Uber um endurnýjun á starfsleyfi í borginni.

Með áskoruninni segir að ákvörðun yfirvalda muni hafa áhrif á líf fjölda heiðarlegra og harðduglegra bílstjóra. Jafnframt segir að með þessu sýni London umheiminum frumkvöðlafyrirtæki séu ekki velkomin í borginni. Um 40 þúsund Uber-bílstjórar eru starfandi í borginni og um 3,5 milljónir borgarbúa nýta sér þennan samgöngumáta að staðaldri.

Ástæðan fyrir því að samgönguyfirvöld í London höfnuðu Uber um áframhaldandi starfsleyfi er sú að vaknað hafa spurningar um öryggi þjónustunnar. Þá hafi Uber sýnt fram á „skort á samfélagsábyrgð“. Þá hafa yfirvöld áhyggjur af því að bakgrunnsathugun á bílstjórum fyrirtækisins sé ábótavant.

Starfsleyfi Uber í London rennur út þann 30. september næstkomandi. Fyrirtækið hefur hins vegar 21 dag til að gera athugasemdir við ákvörðunina og hefur gefið út að það verði gert.

Uber hefur starfsleyfi í London til 30. september næstkomandi.
Uber hefur starfsleyfi í London til 30. september næstkomandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert