Víetnamskt barn vó 28,4 merkur

Vu Thi Thu heldur á barnabarni sínu Tran Tien Quoc …
Vu Thi Thu heldur á barnabarni sínu Tran Tien Quoc í Víetnam. AFP

Víetnamskri móður brá heldur betur í brún þegar hún fékk að vita að nýfæddur sonur hennar hafi vegið 28,4 merkur, eða 7,1 kíló.

Barnið, sem fæddist á laugardag í héraðinu Vinh Phuc, er eitt það þyngsta sem nokkru sinni hefur fæðst í landinu.

„Þegar læknirinn sagði mér að barnið væri 7,1 kílógrömm trúðum við því ekki,“ sagði faðirinn Tran Van Quan.

Læknar höfðu áður sagt móðurinni, Mguyen Kim Lien, að barnið yrði um tuttugu merkur.

Drengurinn „litli“ hefur verið nefndur Tran Tien Queoc.  Hann er annað barn þeirra hjóna en það fyrra vó 16,8  merkur.

Síðasta stóra barnið sem vakti athygli fyrir þyngd sína í Víetnam kom í heiminn árið 2008. Þar var stúlka á ferðinni sem vó tæpar tuttugu merkur.

Þyngsta barn sem fæðst hefur heilbrigðri móður, samkvæmt heimsmetabók Guinness, fæddist á Ítalíu árið 1955. Það vó 40 merkur, eða 10,2 kíló.

Tran Tien Quoc við hliðina á öðru nýfæddu barni á …
Tran Tien Quoc við hliðina á öðru nýfæddu barni á Vinh Tuong-sjúkrahúsinu í héraðinu Vinh Phuc. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert