Þriðja mannskæða árásin í Afganistan

Hermenn í Afganistan. Mynd úr safni.
Hermenn í Afganistan. Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kosti 43 afganskir hermenn létust og níu særðust í sprengjuárás á herstöð í suðaustur Afganistan í dag. Talibanar eru ábyrgir fyrir árásinni. Þetta er þriðja árásin á einni viku sem talibanar ráðast á bækistöðvar öryggissveita í landinu. 

Alls hafa yfir 120 manns látist í þessu árásum. Óttast er að tala látinni eigi eftir að hækka. Samkvæmt öryggisráði í Kandahar er tala látinna 50 og særðir eru 20. Einungis tveir hermenn eru sagðir hafa lifað af en enn er sex manns saknað.   

„Því miður er ekkert eftir af bækistöðvunum. Þeir brenndu allt sem var þar fyrir inni,“ segir Dawlat Waziri talsmaður varnarmálaráðuneytisins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert